Veiðarfæraþjónustan færir bjsv Þorbirni ný fluglínutæki

Veiðarfæraþjónustan færir bjsv Þorbirni ný fluglínutæki

Veiðarfæraþjónustan ehf hefur í gegnum tíðina stutt vel við bakið á bjsv Þorbirni, sá stuðningur hefur fyrst og fremst falist í því að leggja til allt tóg og lása sem þarf til uppsetningar og viðhalds á Fluglínutækjum sveitarinnar. Eftir strand Wilson Muuga þar sem sveitin stillti upp tækjunum, urðu afföl þar sem farið var fram á það að línum sem komið hafði verið upp milli skips og lands fengju að vera og notast við hreinsunarstörf. Hörður og Sverrir brugðust skjótt við og komu með tóg og efni í nýja uppsetningu á Fluglínutækjum. Við þetta tækifæri fékk Veiðarfæraþjónustan ehf. fullkomin sjúkrakassa sem þakklætisvott frá sveitinni.