Vírar og hólkar
Eigum á lager flestar gerðir vinnsluvíra frá 1mm – 30mm,kranavírar frá 10mm -16mm. Erum með 600tn vírapressu, og þrykkjum bæði ál og stálhólka með hefðbundnum augum með eða án kósa. Erum einnig með stálaugu fyrir víra og vírmanillu.
Viðhald Veiðarfæra
Yfirförum allar gerðir veiðarfæra.
Uppsetning og frágangur veiðarfæra
Sjáum um uppsetningu og frágang veiðarfæra að óskum kaupanda.
Skiljur
Setjum upp og sjáum um viðhald á Sort-V smáfiskaskiljum og rækjuskiljum.
Rockhopper / fótreipi
Erum með rockhopperpressu. Setjum upp og lagfærum lengjur af öllum stærðum og gerðum að óskum kaupanda. Eigum ávallt til á lager rockhopperdiska 10-24′ í ýmsum þyngdum. Einnig erum við með milligúmmí af flestum stærðum. Setjum einnig upp fótreipi fyrir dragnætur og humartroll.
Netafelling og afskurður
Tökum að okkur netafellingu
Net, tóg og garn
Net tóg og garn frá Hampiðjunni Höfum byrjað sölu á línu frá Dyrkorn í Noregi ásamt krókum frá Mustad og vörum frá Mörenot
Keðjur lásar og ýmislegt
Stálkeðjur 9-32mm og galvanisíraðar 4-32mm frá Trygg í Noregi. Patentlása frá Parson og Silverline.
Hönnun veiðarfæra
Hönnum veiðarfæri frá grunni ef með þarf. Einnig sjáum við um breytingar og lagfæringar á veiðarfærum til að aðlaga þau að óskum kaupanda.
Allt í netúthaldið
Eigum efni í færi, sérta, baujur, belgi, teina og fleira.