Um okkur
Veiðarfæraþjónusta var stofnuð 1. jan 2002, við sameiningu Netagerðar Þorbjarnar-Fiskanes h.f. og SH Veiðarfæra í Grindavík. Þorbjörn h.f. og Fiskanes h.f. hafa rekið netagerð um áratuga skeið samhliða útgerðinni, en SH Veiðarfæri var stofnað 1997.
Netagerð Þorbjarnar Fiskanes h.f. hefur séð um viðhald og uppsetningar á veiðarfærum fyrirtækisins, sem gerir meðal annars út 3. frystitogara, 4 línuskip.
SH Veiðarfæri sérhæfðu sig í uppsetningum og viðhaldi dragnóta og ýmsum öðrum veiðarfærum.
Reynsla starfsmanna í veiðarfæragerð og sjómennsku er mikil.
Starfsfólk
Hörður Jónsson
Netagerðarmeistari
GSM: 894 1891
Hörður hóf að vinna í netagerð árið1970 hjá Jóni Holberssyni og vann hjá honum til 1980. 1982 fór Hörður á sjóinn og stundaði sjóinn til ársins 1987. Hörður tók svo við Netaverkstæði Þorbjarnar árið 1987. Hörður ásamt Sverrir stofnuðu svo SH-veiðarfæri árið 1997 sem sameinaðist svo Netgerð Þorbjarnar Fiskanes h.f árið 2002 og heitir nú Veiðarfæraþjónustan.
Sverrir Þorgeirsson
Netagerðarsveinn
GSM: 897 6230
Sverrir hóf að vinna í netagerð vorið 1976 hjá Netagerð Jón Holbergssonar og vann til ársins 1983 en þá tók hann við Netaverkstæði Hraðfrystihús Þórkötlustaða og var þar til 1991. Sverrir hóf störf hjá Þorbirni hf. 1991, og stofnaði ásamt Herði SH Veiðarfæri 1997.
Theodór Vilbergsson
Netagerðarsveinn
GSM: 699 - 8421
Theodór hóf störf árið 2001 þegar Veiðarfæraþjónustan var stofnuð. Theodór hefur starfað við netagerð frá árinu 1960.
Ólafur Þór Þorgeirsson
GSM: 893 5719
Ólafur hefur unnið hjá Veiðarfæraþjónustunni frá því að hún var stofnuð og var hann einnig búinn að vinna hjá Netagerð Þorbjarnar Fiskanes h.f frá 1999. Ólafur var einnig á sjó á árunum 1971 til 1983.