Humartroll fyrir Þórir SF 77

Veiðarfæraþjónustan ehf setti upp 2 stk  humartroll fyrir Þórir SF 77. Trollin eru 170ft.Vel fiskaðist í trollin sem afhent voru 2009, og var ákveðið að kaupa aftur samskonar troll fyrir Þórir. Nýju trollin voru frábrugðin á þann hátt að í stað hefðbundinna glugga sem lögboðnir eru í humarvörpum, var sett ” slaka byrði” úr 135mm möskva í fremstu 12m af yfirbyrðinu.Þetta er gert samkvæmt nýrri reglugerð frá Hafró, eftir að tilraunir voru gerðar um borð í Skinney SF síðastliðið ár.